chromebook_use.jpg

Það helsta um Google í skólastarfi

Google for Education er ókeypis fyrir opinbera skóla og þarf að byrja á að sækja um aðgang og er hægt að gera það í gegnum Tölvutek til dæmis með því að senda tölvupóst á halldor@tolvutek.is

Vinsælasta forritið í Google for Education umhverfinu er Classroom en með því er búið til bekkjarkerfi sem auðveldar samskipti beint á milli kennara og nemanda auk þess að það er leikur einn að deila út verkefnum og fara yfir þau. Hægt er að sjá stutt og fræðandi myndband frá Google hér:

Önnur helstu forrit í Google for Education umhverfinu

Önnur helstu forrit í Google for Education umhverfinu eru Gmail, Drive, Docs, Sheets, Slides, Sites og Calendar.

Helstu kostir Google forritana er að geymsla og vinnsla skráa er í öruggu skýjaumhverfi svo gögnin eru örugg og auðvelt er fyrir marga að vinna í sama verkefninu á sama tíma sé óskað eftir því.

Mikilvægt er að vita að til að tölva sé gjaldgeng til próftöku samræmda prófa þarf að vera svokallað "Management" leyfi á tölvunni sem fæst gegn einkvæmri greiðslu fyrir um $30 fyrir hverja tölvu og er bundið við tölvuna út líftíma hennar en með því er hægt að stilla betur sérhæfðar stillingar tengt tölvu- og netnotkun ásamt frekari öryggisstillingum.

Tölvutek býður upp á aðstoð við val á tölvu sem hentar sem og aðstoð við uppsetningu og stillingu á Google for Education umhverfinu svo það nýtist sem allra best í skólanum. Sjá nánar hér.
 

Tæknilausnir hannaðar af kennurum fyrir kennara

Páll Ásgeir Torfason, kennari í Fellaskóla

Páll Ásgeir Torfason, kennari í Fellaskóla

Fleiri og fleiri skólar eru byrjaðir að nota Chromebook tölvur með ókeypis Google for Education umhverfinu og eru möguleikarnir nánast óteljandi en þó einfaldir í notkun.

Páll Ásgeir Torfason, kennari í Fellaskóla og Google Certified Trainer hefur hjálpað fjölmörgum skólum í innleiðingu á Chromebook og Google í skólastarfi og skrifaði hann nýverið skemmtilega og fróðlega grein um snjallar lausnir Google í skólastarfi, hægt er að lesa greinina hér.