CHROME-TAB-10-HAFFI.png

Acer Chromebook tölvur

Acer Chromebook tölvur eru mjög framarlega þegar kemur að nýjungum og möguleikum og er hægt að fá þær í öllum stærðum og gerðum en vinsælustu stærðirnar hafa verið 11.6" og 14".

Úr nýjustu kynslóð Chromebook frá Acer má nefna módelið CP5-471 sem inniheldur sérstakar nýjungar eins og:

  • Höggheldni með Military Grade MIL-STD 810G tækni svo hún þolir fall af skólaborði
  • Vökvaþolið lyklaborð með spill resistant tækni
  • Gorilla Glass efri skel til verndar skjá tölvunnar
  • 720p HDR Wide View vefmyndavél
  • Öflugt 1732Mbps AC þráðlaust net og BlueTooth 4.2
  • USB-C 3.1 tengi fyrir hleðslu og gagnaflutning

Hægt er að sjá stutt og skemmtilegt myndband um tölvuna hér

Tölvutek er með öflugan lager af Acer Chromebook tölvum en er einnig í sérstöðu til að panta Chromebook tölvu beint frá framleiðanda eftir kröfum og þörfum hvers og eins.

Hægt er að sjá úrvalið af tölvum hér eða hafa samband við Chromebook sérfræðinga í Reykjavík eða á Akureyri.

Hleðslustöðvar - Fyrir öryggi og þægindi

Við mælum með notkun hleðslustöðva og hefur úrvalið aldrei verið betra en hægt er að fá útfærslur fyrir til dæmis 10, 20, 30 eða 40 fartölvur sem einfaldar mjög geymslu, öryggi og hleðslugetu þeirra þar sem ekki er ráðlagt að hafa stóran fjölda tölva beintengdan í vegg í skólanum þar sem fæstir eru með sérstök öryggi tilbúin fyrir þann fjölda.

Hægt að fá skáp eða kerru eftir því sem hentar frá tveimur þekktum framleiðendum, LocknCharge og LapCabby og verðið kemur á óvart! Hægt er að sjá úrvalið hjá Tölvutek með því að smella á tenglana hér að ofan eða myndirnar hér fyrir neðan.